Arnar Snær snýr aftur eftir meiðsli
(Kristinn Steinn Traustason)

Arnar Snær Magnússon ((Kristinn Steinn Traustason)

Örvhenti hornamaður, Íslands- og bikarmeistara Fram gerir ráð fyrir að snúa aftur á völlinn strax í leik Meistara Meistaranna sem fram fer í lok ágúst mánaðar þegar Fram og Stjarnan eigast við í upphafsleik tímabilsins. Þetta staðfesti Arnar Snær í samtali við Handkastið.

Arnar varð fyrir því óhappi að slíta hásinin í leik með Fram í upphafi desember á síðasta ári og fór í aðgerð stuttu síðar. Hann segir að endurhæfingin hafi gengið vel og planið sé að ná fyrsta leik tímabilsins.

,,Ég var aðeins byrjaður að æfa með liðinu í úrslitakeppninni og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að ég verði klár í æfingar þegar liðið byrjar á nýjan leik eftir sumarfrí," sagði Arnar Snær í samtali við Handkastið.

Arnar Snær lék 13 leiki með Fram á síðasta tímabili og skoraði í þeim leikjum 13 mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top