Brynjar Hólm fékk þungt höfuðhögg
(Þór Handbolti)

Brynjar Hólm Grétarsson ((Þór Handbolti)

Þórsarinn, Brynjar Hólm Grétarsson hefur verið í lykilhlutverki hjá liði Þórs undanfarin tvö tímabil eða frá því að hann sneri aftur heim í Þorpið eftir veru sína í Garðabænum hjá Þór.

Brynjar Hólm var valinn besti varnarmaður Grill66-deildarinnar tímabilið 2023/2024 en hann varð fyrir áfalli á síðasta tímabili er hann fékk þungt höfuðhögg toppslag deildarinnar, í leik Þórs og Selfoss í 13. umferð deildarinnar.

Brynjar Hólm gat ekki spilað í síðustu þremur leikjum Þórs á tímabilinu vegna höfuðhöggsins. Það kom þó ekki að sök og tryggðu Þórsarar sér sæti í Olís-deildinni með sigri í lokaumferðinni.

Það lítur þó allt út fyrir það að Brynjar sé búinn að jafna sig á höfuðhögginu og stefnir hann á að vera kominn til baka þegar Olís-deildin fer af stað í upphafi september mánaðar.

,,Ég er að vinna í að koma mér á fullt eftir höfuðhöggið. Það gengur vel og þetta er allt að koma," sagði Brynjar Hólm sem var farinn að byrja æfa aðeins með liðinu fyrir sumarfríið," sagði Brynjar sem var í fjölskyldufríi þegar Handkastið heyrði í honum.

,,Ég geri ráð fyrir því að byrja að æfa aftur í þessari viku og ég vonast til að geta byrjað að æfa á fullu strax með liðinu."

Þór tekur á móti ÍR í 1.umferðinni í Olís-deild karla, föstudaginn 5.september.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top