Igor Mrsulja ((Handball Management DS Agency)
Igor Mrsulja hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Grill 66-deildarlið Víkings. Það er umboðsskrifstofan hans, Handball Managemnt DS Agency sem tilynnti samninginn á Facebook-síðu sinni í morgun. Igor er einnig að þjálfa yngri flokka hjá félaginu sem og að vinna í íþróttamiðstöðinni í Safamýri ásamt unnustu sinni. Víkingar hafa verið virkir á leikmannamarkaðnum í sumar og stefna á að gera góða hluti í Grill66-deildinni á næsta tímabili en liðið tapaði í umspili um sæti í Olís-deildinni gegn Selfossi á síðustu leiktíð.
Igor Mrsulja kemur frá Serbíu og er á leið inn í sitt fimmta tímabil á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins og gekk í raðir Gróttu sumarið 2021 og lék með liðinu eitt tímabil í Olís-deildinni. Eftir það hefur hann leikið með liði Víkings bæði í Grill66-deildinni og eitt tímabil í Olís-deildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.