Siggi Jóns spilar ekki með Stjörnunni í vetur

Sigurður Jónsson (Sævar Jónsson

Allt bendir til þess að línu- og varnarmaðurinn Sigurður Jónsson leiki ekki með Stjörnunni í Olís-deild karla á næstu leiktíð.

Sigurður hefur tekið sér pásu frá handknattleiksiðkun í óákveðin tíma en þetta staðfesti Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar í samtali við Handkastið.

Fyrr í sumar gekk Loftur Ásmundsson til liðs við Stjörnuna frá Val en Loftur hefur leikið með Val 2 í Grill66-deildinni síðustu tímabil. Gera Stjörnumenn ráð fyrir því að Loftur fylli skarð Sigurðar hjá liðinu.

Sigurður lék alla leiki Stjörnunnar á síðustu leiktíð sem enduðu í 7.sæti Olís-deildarinnar, töpuðu í 8-liða úrslitum gegn Val 2-0 og töpuðu gegn Fram í úrslitaleik Powerade-bikarsins.

Sigurður var að klára sitt annað tímabil hjá Stjörnunni en þar áður lék hann tvö tímabil með Haukum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top