Siggi Jóns spilar ekki með Stjörnunni í vetur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sigurður Jónsson (Sævar Jónsson

Allt bendir til þess að línu- og varnarmaðurinn Sigurður Jónsson leiki ekki með Stjörnunni í Olís-deild karla á næstu leiktíð.

Sigurður hefur tekið sér pásu frá handknattleiksiðkun í óákveðin tíma en þetta staðfesti Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar í samtali við Handkastið.

Fyrr í sumar gekk Loftur Ásmundsson til liðs við Stjörnuna frá Val en Loftur hefur leikið með Val 2 í Grill66-deildinni síðustu tímabil. Gera Stjörnumenn ráð fyrir því að Loftur fylli skarð Sigurðar hjá liðinu.

Sigurður lék alla leiki Stjörnunnar á síðustu leiktíð sem enduðu í 7.sæti Olís-deildarinnar, töpuðu í 8-liða úrslitum gegn Val 2-0 og töpuðu gegn Fram í úrslitaleik Powerade-bikarsins.

Sigurður var að klára sitt annað tímabil hjá Stjörnunni en þar áður lék hann tvö tímabil með Haukum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 21
Scroll to Top