Frá Akureyri til Eskilstuna
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Nicolai Kristensen ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Norski markvörður KA undanfarin tímabil, Nicolai Kristensen hefur yfirgefið KA eins og áður hefur verið tilkynnt. Nicolai er genginn í raðir GUIF Eskilstuna sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni.

GUIF hefur leikið í sænsku úrvalsdeildinni um árabil og meðal annars undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Liðið endaði í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en hélt sér uppi eftir sigur í umspilseinvígi.

,,Ég er stór og rólegur," sagði Nicolai í tilkynningu GUIF þegar hann var tilkynntur fyrr í sumar til félagsins og segist hlakka til að spila í sænsku úrvalsdeildinni.

Hjá GUIF fær Nicolai það hlutverk að fylla skarð Marko Roganovic sem gekk í raðir Bjerringbro-Silkeborg í sumar.

,,Ég vona að við getum barist um úrslitakeppnina," sagði Nicolai í fréttatilkynningunni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top