Frá Akureyri til Eskilstuna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nicolai Kristensen ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Norski markvörður KA undanfarin tímabil, Nicolai Kristensen hefur yfirgefið KA eins og áður hefur verið tilkynnt. Nicolai er genginn í raðir GUIF Eskilstuna sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni.

GUIF hefur leikið í sænsku úrvalsdeildinni um árabil og meðal annars undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Liðið endaði í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en hélt sér uppi eftir sigur í umspilseinvígi.

,,Ég er stór og rólegur," sagði Nicolai í tilkynningu GUIF þegar hann var tilkynntur fyrr í sumar til félagsins og segist hlakka til að spila í sænsku úrvalsdeildinni.

Hjá GUIF fær Nicolai það hlutverk að fylla skarð Marko Roganovic sem gekk í raðir Bjerringbro-Silkeborg í sumar.

,,Ég vona að við getum barist um úrslitakeppnina," sagði Nicolai í fréttatilkynningunni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top