Fram byrjar á heimaleik í Evrópudeildinni
(Kristinn Steinn Traustason)

FramFram ((Kristinn Steinn Traustason)

Fyrsti leikur Íslands- og bikarmeistara Fram verður á heimavelli í Lambhagahöllinni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ekki er enn ljóst hver andstæðingur Fram verður í leiknum en leikurinn fer fram þriðjudaginn 14. október. Allir leikir riðlakeppni Evrópudeildarinnar fara fram á þriðjudögum frá 14.október til 2.desember.

Andstæðingur Fram í 1.umferð verður annað hvort slóvenska liðið Gorenje Velenje eða svissneska liðið HC Kriens-Luzern. Liðin mætast í forkeppninni riðlakeppninnar og sigurvegarinn úr þvi einvígi kemst í riðlakeppnina.

Aðdáendur Þorsteins Leó Gunnarssonar á Íslandi geta tekið frá þriðjudagskvöldið 11.nóvember en þá mætir FC Porto til Íslands annað árið í röð og mætir Fram.

Þá er einnig komin leikjaniðurröðun hjá Stjörnunni takist þeim að sigra rúmenska liðið Baia Mare í forkeppni riðlakeppninnar. Ef Stjarnan kemst áfram verður fyrsti leikur liðsins í riðlakeppninni gegn slóvensku meisturunum í Grosist Slovan í Ljubljana í Slóveníu þriðjudaginn 11.október. Liðið er þjálfað af Uros Zorman og ætla sér stóra hluti á næstu árum en liðið sóttist eftir sæti í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Leikjafyrirkomulag Fram og Stjörnunnar (Ef Stjarnan kemst áfram:

1. umferð - 14.október:
Fram – Sigurvegarar úr einvígi RK Gorenje Velenje og HC Kriens-Luzern
Grosist Slovan – Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar

2.umferð - 21.október:
Sigurvegarar úr einvígi Elverum og Bathco BM Torrelavega – Fram
Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar – Fraikin BM Granollers.

3.umferð - 11. nóvember:
Fram – FC Porto
Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar – Sigurvegarar úr einvígi Skanderborg og Marítimo da Madeira Andebol SAD.

4.umferð - 18. nóvember:
FC Porto – Fram
Sigurvegarar úr einvígi Skanderborg og Marítimo da Madeira Andebol SAD – Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar.

5.umferð - 25. nóvember:
Sigurvegarar úr einvígi RK Gorenje Velenje og HC Kriens-Luzern – Fram
Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar – Grosist Slovan

6.umferð - 2. desember:
Fram – Sigurvegarar úr einvígi Elverum og Bathco BM Torrelavega
Fraikin BM Granollers – Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top