FramFram ((Kristinn Steinn Traustason)
Fyrsti leikur Íslands- og bikarmeistara Fram verður á heimavelli í Lambhagahöllinni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ekki er enn ljóst hver andstæðingur Fram verður í leiknum en leikurinn fer fram þriðjudaginn 14. október. Allir leikir riðlakeppni Evrópudeildarinnar fara fram á þriðjudögum frá 14.október til 2.desember. Andstæðingur Fram í 1.umferð verður annað hvort slóvenska liðið Gorenje Velenje eða svissneska liðið HC Kriens-Luzern. Liðin mætast í forkeppninni riðlakeppninnar og sigurvegarinn úr þvi einvígi kemst í riðlakeppnina. Aðdáendur Þorsteins Leó Gunnarssonar á Íslandi geta tekið frá þriðjudagskvöldið 11.nóvember en þá mætir FC Porto til Íslands annað árið í röð og mætir Fram. Þá er einnig komin leikjaniðurröðun hjá Stjörnunni takist þeim að sigra rúmenska liðið Baia Mare í forkeppni riðlakeppninnar. Ef Stjarnan kemst áfram verður fyrsti leikur liðsins í riðlakeppninni gegn slóvensku meisturunum í Grosist Slovan í Ljubljana í Slóveníu þriðjudaginn 11.október. Liðið er þjálfað af Uros Zorman og ætla sér stóra hluti á næstu árum en liðið sóttist eftir sæti í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Leikjafyrirkomulag Fram og Stjörnunnar (Ef Stjarnan kemst áfram: 1. umferð - 14.október: 6.umferð - 2. desember:
Fram – Sigurvegarar úr einvígi RK Gorenje Velenje og HC Kriens-Luzern
Grosist Slovan – Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar
2.umferð - 21.október:
Sigurvegarar úr einvígi Elverum og Bathco BM Torrelavega – Fram
Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar – Fraikin BM Granollers.
3.umferð - 11. nóvember:
Fram – FC Porto
Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar – Sigurvegarar úr einvígi Skanderborg og Marítimo da Madeira Andebol SAD.
4.umferð - 18. nóvember:
FC Porto – Fram
Sigurvegarar úr einvígi Skanderborg og Marítimo da Madeira Andebol SAD – Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar.
5.umferð - 25. nóvember:
Sigurvegarar úr einvígi RK Gorenje Velenje og HC Kriens-Luzern – Fram
Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar – Grosist Slovan
Fram – Sigurvegarar úr einvígi Elverum og Bathco BM Torrelavega
Fraikin BM Granollers – Sigurvegarar úr einvígi CS Minaur Baia Mare og Stjörnunnar
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.