Jóhann Birgir Ingvarsson ((Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Uppaldi FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson hyggst stefna á endurkomu í boltann og hefur verið að æfa með HK að undanförnu. Það er þó alls óvíst hvar hann mun spila. Þetta hefur hann staðfest í samtali við Handkastið. "Ég heyrði í mínum gamla þjálfara í júní, Halldóri Jóhanni Sigfússyni, og tjáði honum það að mér langaði til að byrja aftur að æfa af fullum krafti og spurði hvort ég mætti æfa hjá honum í HK. Hann bauð mig velkominn og er ég honum þakklátur fyrir það" sagði Jóhann Birgir Jóhann Birgir sem er fæddur 1994 og uppalinn í FH hefur aðeins verið að spila með ÍH í 2. deildinni síðastliðin 2 ár en einungis örfáa leiki. Það er þó spurning hjá hvaða félagi hann endar og hvort það verði hjá félagi í Olís deildinni eða Grill 66 deildinni.
Hann spilaði í mörg ár með FH og einnig um stutt skeið með HK. Kraftmikill leikmaður og með góða skothendi þegar hann var upp á sitt besta.
Handkastið fagnar því að Jóhann Birgir setji stefnuna á völlinn á nýjan leik. Nái hann kröftugu og góðu undirbúningstímabili, sleppi við meiðsl og nái sér á gott ról er ljóst að hann gæti eitthvað látið að sér kveða í vetur.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.