Opna Norðlenska (áður Sjallamótið) verður helgina 14.-16. ágúst
(Egill Bjarni Friðjónsson)

KA ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Opna Norðlenska æfingamótið verður haldið á Akureyri helgina 14. - 16. ágúst. Þrjú lið taka þátt í mótinu í kvennaflokki en einungis tvo lið hjá körlunum. Hjá konunum koma Grótta, Stjarnan og ÍBV til með að vera á mótinu ásamt KA/Þór en í karlaflokki verða einungis bara heimaliðin KA og Þór.

Það er af sem áður var í karlaflokki þegar lið af höfuðborgarsvæðinu skráðu sig ár eftir ár á þetta æfingamót en þá hét það Sjallamótið.

Oft komust færri lið að en vildu. Var þetta fastur og ómissandi liður hjá mörgum félögum að fara norður yfir heiðar á Sjallamótið og var þá lokahnykkurinn settur eftir gott og kröftugt undirbúningstímabil.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top