KA ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Opna Norðlenska æfingamótið verður haldið á Akureyri helgina 14. - 16. ágúst. Þrjú lið taka þátt í mótinu í kvennaflokki en einungis tvo lið hjá körlunum. Hjá konunum koma Grótta, Stjarnan og ÍBV til með að vera á mótinu ásamt KA/Þór en í karlaflokki verða einungis bara heimaliðin KA og Þór. Það er af sem áður var í karlaflokki þegar lið af höfuðborgarsvæðinu skráðu sig ár eftir ár á þetta æfingamót en þá hét það Sjallamótið. Oft komust færri lið að en vildu. Var þetta fastur og ómissandi liður hjá mörgum félögum að fara norður yfir heiðar á Sjallamótið og var þá lokahnykkurinn settur eftir gott og kröftugt undirbúningstímabil.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.