U17 kvk ((HSÍ)
U17 ára landslið Íslands í karla og kvenna leika bæði í undanúrslitum í dag á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu. Fara báðir leikirnir fram klukkan 14:00 að íslenskum tíma og hægt er að horfa á leikina ókeypis á netinu. U17 ára strákarnir mæta liði Ungverja en liðið vann sinn riðil nokkuð sannfærandi á mótinu og unnu til að mynda Króatíu og Spán. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Króatía og Þýskaland. Stelpurnar mæta gríðarsterku liði Þjóðverja í sínum undanúrslitaleik en íslenska liðið tapaði gegn Sviss í riðlinum en vann hina tvo leiki sína sannfærandi. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Sviss og Holland. Andri Sigfússon einn af þremur þjálfurum U17 ára landsliðsins sagði í samtali við Handkastið í morgun að allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. Mikil og góð stemning væri í íslenska hópnum og væri mikil eftirvænting fyrir leikjunum í dag. Eins og fyrr segir er hægt að horfa á leikina í beinni hér. Ýta þarf á "Live" efst uppi á síðunni og velja þar þá íþróttagreinina.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.