Björgvin Páll Rúnarsson ((Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Björgvin Páll Rúnarsson sem leikið hefur verið með Fjölni síðustu ár, leikur ekki með Fjölnismönnum í Grill-66 deildinni á komandi tímabili. Þetta staðfesti Guðmundur Rúnar Guðmundsson þjálfari Fjölnis í samtali við Handkastið. Um er að ræða gríðarlega blóðtöku fyrir Fjölni í baráttunni um sæti í Olís-deildinni á næsta tímibili þar sem Björgvin Páll var markahæsti leikmaður Fjölnis í vetur með 123 mörk í 22 deildarleikjum. Eins var Björgvin Páll einn reynslu mesti leikmaður liðsins og í stóru hlutverki varnarlega. Óvíst er hvað tekur við hjá Björgvin en orðrómur hefur verið uppi að skórnir séu hreinlega komnir upp á hilluna góðu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.