U17 karla vann til gullverðlauna
(HSÍ)

U17 karla ((HSÍ)

U17 ára karla landslið Íslands vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar en liðið sigraði Þjóðverja í úrslitaleik keppninnar nú rétt í þessu en mótið fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu.

Ísland vann alla fimm leiki sína á mótinu og tryggðu sér sigur í úrslitaleiknum gegn Þýskalandi 28-25.

Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik var staðan jöfn í hálfleik 14-14 en Þýskaland var með undirtökin undir lok fyrri hálfleiks en Ísland átti góðan lokasprett.

Ísland náði strax tveggja marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og hélt forystu allt til lok leiks. Mest náði Ísland fjögurra marka forystu í stöðunni 24-20. Þjóðverjar minnkuðu muninn í eitt mark 25-24 en þá brá þriggja manna þjálfarateymi Íslands á það ráð að fara í 7 á 6 og það skilaði þriggja marka sigri auk þess sem Sigmundur Gísli Unnarsson lokaði markinu á sama tíma.

Frábær árangur - til hamingjur drengir!

Fyrr í dag unnu U17 ára stelpurnar til bronsverðlauna á sama móti.

Markaskorun Íslands í leiknum:
Gunnar Róbertsson 7 mörk, Anton Frans Sigurðsson 6, Patrekur Smári Arnarsson 3, Freyr Aronsson 3, Alex Unnar Hallgrímsson 3, Logi Finnsson 3, Bjarki Snorrason 2, Kári Steinn Guðmundsson 1 mark.

Anton Máni Francisco Heldersson varði 6 skot í markinu og Sigmundur Gísli Unnarsson varði 14 skot.

U17 ára landsliðshópurinn í heild sinni:
Alex Unnar Hallgrímsson, Fram
Anton Frans Sigurðsson, ÍBV
Anton Máni Francisco Heldersson, Valur
Bjarki Snorrason, Valur
Freyr Aronsson, Haukar
Gunnar Róbertsson, Valur
Kári Steinn Guðmundsson, Valur
Kristófer Tómas Gíslason, Fram
Logi Finsson, Valur
Matthías Dagur Þorsteinsson, Stjarnan
Ómar Darri Sigurgeirsson, FH
Örn Kolur Kjartansson, Valur
Patrekur Smári Arnarsson, ÍR
Ragnar Hilmarsson, Selfossi
Sigurmundur Gísli Unnarsson, ÍBV

Þjálfari: Ásgeir Örn Hallgrímsson
Þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson
Þjálfari/flokkstjóri: Andri Sigfússon

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top