Oddur Grétarsson ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það er stórt tímabil framundan hjá mörgum þegar Olís-deildir karla og kvenna fara af stað í upphafi september mánaðar. En tímabilið sem framundan er hjá Oddi Grétarssyni er mögulega stærra en hjá öðrum. Afhverju? Jú, framundan er hans fyrsta tímabil í efstu deild með uppeldisfélagi sínu, Þór. Oddur Grétarsson gekk í raðir Þórs fyrir síðasta tímabil og lék með liðinu í Grill66-deildinni eftir ellefu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Hann lék síðast á Íslandi í október 2012 er hann lék með sameiginlegu liði KA og Þórs; Akureyri gegn Haukum. Sá leikur er minnistæður fyrir Odd. ,,Ég sleit krossband í þeim leik og fer svo út sumarið eftir. Við vorum með frábært lið á þessum tíma, að berjast um titla. Skemmtileg ár í minningunni og tími þar sem ég öðlaðist mikla reynslu og fékk mikla ábyrgð," sagði Oddur sem þá var 22 ára. Hann er virkilega spenntur að leika aftur í efstu deild hér heima og nú með uppeldisfélaginu. Þórsarar töpuðu gegn Fjölni í umspilseinvíginu um laust sæti í Olís-deildinni. ,,Ég ætla ekki að fegra það, það var sjokk að fara úr því að spila gegn bestu liðum heims í júní í það að spila í Grill66-deildinni gegn venslaliðum þrem mánuðum síðar. Eðlilega er það stórt stökk niður hvað varðar gæði og umgjörð á allan hátt, en í lok dags er þetta bara handbolti. Maður finnur sér alltaf einhverja mótiveringu hvort sem það er fyrir framan 10 þúsund manns eða 20 manns," sagði Oddur sem viðurkennir að það hafi verið mikið áfall þegar Þórs liðið tapaði gegn Fjölni í umspilseinvíginu. ,,Það var það eina kvöldstund. Aðallega fann ég til með strákunum. En því fór sem fór og eftir á að hyggja mætum við sennilega með tilbúnara lið núna en við hefðum gert í fyrra." ,,Mér líst vel á kappann. Hann er greinilega mjög skipulagður þjálfari sem hefur stúderað fræðin. Sanngjarn þegar kemur að upphitunarfótbolta, það finnst mér segja margt um týpuna." Oddur segist aldrei hafa hugsað sér að taka við Þórsliðinu á þessum tímapunkti. ,,Það hefði alls ekki verið góð hugmynd. Ég hef ekki leitt hugan að þjálfun." ,,Ég skynja mikinn meðbyr í félaginu, við fundum fyrir miklum stuðning þegar á þurfti að halda í vetur og ég býst við að það eigi bara eftir aukast á komandi tímabili. Einnig er mikið til af hörðum Þórsurum sem vinna þessa ómetanlegu sjálfboðavinnu sem heldur þessu öllu gangandi," segir Oddur sem segir mikilvægt að Þórsliðið mæti tilbúið til leiks þegar deildin fer af stað. ,,Við ætlum ekki að mæta í efstu deild litlir í okkur. Ég tel okkur vera með mannskap sem getur gefið hverju einasta liði leik. Eigum við ekki bara að stefna á úrslitakeppnina? Okkur langar þangað. Ég er hrikalega ánægður með þann hóp sem við erum með í höndunum núna, en það er ekkert leyndarmál að það væri ofboðslega gott að stækka hópinn um 2-3 leikmenn í viðbót," segir Oddur sem segist ennþá hafa hrikalega gaman af því að spila en er ekkert farinn að hugsa út í það að fara hætta. ,,Ég tek bara eitt ár í einu núna. Byrjum á þessu tímabili sem er framundan," sagði Oddur Grétarsson leikmaður Þórs í samtali við Handkastið. Þór tekur á móti ÍR í 1.umferð Olís-deildarinnar í Höllinni á Akureyri föstudagskvöldið 5.september.Draumur að rætast
,,Tilfinningin er alveg mögnuð og það er mikil eftirvænting. Það er draumur að rætast að spila aftur með uppeldisfélaginu í deild þeirra bestu."
Eins og fyrr segir lék Oddur með Þór í Grill66-deildinni en Þórsarar styrktu liðið sitt mikið fyrir síðasta tímabil. Oddur hafði verið kynntur til leiks hjá Þór áður en þar síðasta tímabil kláraðist. Stefnan var að Þór myndi leika í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en liðinu mistókst að vinna sig upp í deild þeirra bestu. Áfall þegar Þór tapaði í umspilseinvíginu
,,Spilamennskan var langt frá því að vera fullkomin í allan vetur í fyrra. Við áttum marga mjög fína leiki, aðra ekki eins góða. Við þurfum að vera tilbúnir í meira tempó í Olís-deildinni og varnarleikurinn þarf að smella betur," sagði Oddur sem viðurkennir að það sé mikil vinna framundan hjá liðinu undir stjórn nýs þjálfara.Hefði ekki verið góð hugmynd að taka við liðinu
Stefna á úrslitakeppnina
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.