Janus Daði sagði mér að stökkva á þetta tækifæri
(Pick Szeged)

Rea Barnabas ((Pick Szeged)

Ungverjinn, Rea Barnabas sem gekk í raðir Stjörnunnar frá Pick Szeged eins og við greindum frá fyrr í sumar er kominn til landsins og byrjaður að æfa með liði Stjörnunnar fyrir komandi tímabil.

Rea hefur verið á mála hjá Pick Szeged undanfarin ár og vakti það talsverða athygli að leikmaður frá þessu stórveldi hefði ákveðið að koma til Íslands og spila en hvernig atvikaðist það. Handkastið hafði samband við Ungverjann og spurði hann nánar út í það.

,,Þegar umboðsmaðurinn minn hafði samband við mig og sagði mér frá þessu tækifæri varð ég strax mjög spenntur því ég vissi hvað handbolti er vinsæla og sterk íþrótt á Íslandi. Ég á líka 2 vini sem hafa ferðast mikið um Ísland og þeir töluðu vel um landið þannig ég hlakka mikið til að skoða mig um þegar tækifæri gefst til," sagði Rea í samtali við Handkastið.

Rea var á mála Pick Szeged í fyrra og leitaði því ráða hjá Janusi Daða Smárasyni leikmanni Pick Szeged og Martin Nagy, fyrrum leikmanni Vals, þegar tækifærið frá Stjörnunni kom upp. ,,Þeir mæltu báðir með þessu tækifæri og sögðu mér að stökkva á það.”

En hefur Rea eitthvað náð að kynna sér íslensku deildina? ,,Ég hef aðeins kíkt á hana eftir að ég byrjaði að ræða við Stjörnuna og mér sýnist þetta vera mjög sterk deild með ungum leikmönnum þar sem allir geta unnið alla.”

Sagðist Rea líða best á miðjunni sóknarlega og að bera boltann upp í seinni bylgjunni. Handboltaáhugamenn mættu líka eiga von á því sjá talsvert af skotum frá honum í vetur sagði hann þegar hann var beðinn að lýsa sér sem leikmanni.

Að lokum spurðum við Rea hverjar væntingar hans væru fyrir tímabilinu.

,,Drauminn er að byrja tímabilið sterkt og vinna meistara meistaranna ásamt því að slá Bai Mere út og komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta er langt tímabil en draumurinn er að komast langt í bikarkeppninni og berjast um alla þá titla sem verða í boði,” sagði Rea Barnabas að lokum í samtali við Handkastið.

Tímabilið hefst hjá Stjörnunni laugardaginn 23.ágúst þegar liðið mætir Fram í Meistarakeppni HSÍ. Í kjölfarið hefst einvígi Stjörnunnar gegn rúmenska liðinu Baia Mare í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top