Ásgeir Örn þjálfari U17 landsliðsins ((Eyjólfur Garðarsson)
U17 ára landslið karla vann í gær til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik. Þjálfari liðsins Ásgeir Örn Hallgrímsson var að vonum ánægður með drengina sína en kom þessi árangur honum á óvart „ Mótið gekk mjög vel og það kom okkur smá á óvart hversu stórir sigrarnir voru í fyrstu leikjunum en strákarnir bættu sig mikið eftir því sem leið á mótið og mynduðu frábæra liðsheild“ Mótið gekk eins og gefur að skilja virkilega vel og var Ásgeir Örn ánægður með hvernig varnarleikurinn var framkvæmdur og markverðirnir fylgdu virkilega vel með fyrir aftan en var eitthvað sem hann hefði viljað sjá betur gert? „Erfitt að velja eitthvað ákveðið, en í raun ekkert eitt ákveðið atriði en líkamlegt atgervi okkar skilaði sér klárléga undir lok leikjanna“ Næsta verkefni hjá þessum drengum verður EM næsta sumar þegar þeir verða komnir upp í U18 ára landsliðið. „Undankeppnin fyrir það mót fer fram í haust og strákarnir þurfa samt að halda á áfram að bæta sig til að viðhalda því forskoti sem þeir hafa í dag“
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.