Arnar Fylkis æfir með Val en er enn samningslaus
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnar Þór Fylkisson ((Baldur Þorgilsson)

Það vakti athygli Handkastsins að Arnar Þór Fylkisson markvörður Vals er samningslaus félaginu en samningur hans við félagið rann út fyrr í sumar. Arnar Þór gekk í raðir Vals frá Þór Akureyri fyrir tímabilið 2023/2024.

Handkastið hafði samband við Arnar Þór og spurði hann út í stöðuna en þrátt fyrir að vera án samnings er Arnar Þór enn að æfa með Val.

,,Samningurinn minn við Val rann út fyrr í sumar. Ég hef verið í samtali við Val í allt sumar en ég er ekki kominn með samning frá þeim. Ég held áfram að æfa með þeim og geri ráð fyrir að vera áfram hjá Val," sagði Arnar Þór í samtali við Handkastið.

Arnar Þór hefur verið varamarkvörður Vals á eftir Björgvini Pál undanfarin tímabil en unglingslandsliðsmarkvörðurinn Jens Sigurðarson hefur einnig verið að fá fleiri tækifæri með meistaraflokksliði Vals.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top