Arnar Þór Fylkisson ((Baldur Þorgilsson)
Það vakti athygli Handkastsins að Arnar Þór Fylkisson markvörður Vals er samningslaus félaginu en samningur hans við félagið rann út fyrr í sumar. Arnar Þór gekk í raðir Vals frá Þór Akureyri fyrir tímabilið 2023/2024. Handkastið hafði samband við Arnar Þór og spurði hann út í stöðuna en þrátt fyrir að vera án samnings er Arnar Þór enn að æfa með Val. ,,Samningurinn minn við Val rann út fyrr í sumar. Ég hef verið í samtali við Val í allt sumar en ég er ekki kominn með samning frá þeim. Ég held áfram að æfa með þeim og geri ráð fyrir að vera áfram hjá Val," sagði Arnar Þór í samtali við Handkastið. Arnar Þór hefur verið varamarkvörður Vals á eftir Björgvini Pál undanfarin tímabil en unglingslandsliðsmarkvörðurinn Jens Sigurðarson hefur einnig verið að fá fleiri tækifæri með meistaraflokksliði Vals.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.