Fór í aðgerð og endurhæfingu miðar vel áfram
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnór Ísak Haddson ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Hinn 23 ára gamli KA maður sem getur leyst allar stöður fyrir utan, Arnór Ísak Haddsson, fór í aðgerð í byrjun sumars og er í endurhæfingu þessa dagana. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

,,Ég fór í aðgerð (speglun á mjöðm) í byrjun sumars. Ég er undir mjög góðri handleiðslu frá sjúkraþjálfara og endurhæfing gengur mjög vel. Stefnan er að byrja aftur að æfa handbolta í byrjun september. Svo verður bara að koma í ljós hvenær ég verð leikfær," sagði Arnór Ísak í samtali við Handkastið.

Þar með er ljóst að Arnór Ísak mun missa af byrjun Olís-deildarinnar þegar hún fer aftur af stað.

Arnór Ísak sem er fæddur árið 2002 lék 16 leiki með KA í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 27 mörk. Þrátt fyrir ungan aldur er hann á leið inn í sitt sjöunda tímabil með KA í efstu deild.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top