Fór í aðgerð og endurhæfingu miðar vel áfram
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Arnór Ísak Haddson ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Hinn 23 ára gamli KA maður sem getur leyst allar stöður fyrir utan, Arnór Ísak Haddsson, fór í aðgerð í byrjun sumars og er í endurhæfingu þessa dagana. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

,,Ég fór í aðgerð (speglun á mjöðm) í byrjun sumars. Ég er undir mjög góðri handleiðslu frá sjúkraþjálfara og endurhæfing gengur mjög vel. Stefnan er að byrja aftur að æfa handbolta í byrjun september. Svo verður bara að koma í ljós hvenær ég verð leikfær," sagði Arnór Ísak í samtali við Handkastið.

Þar með er ljóst að Arnór Ísak mun missa af byrjun Olís-deildarinnar þegar hún fer aftur af stað.

Arnór Ísak sem er fæddur árið 2002 lék 16 leiki með KA í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 27 mörk. Þrátt fyrir ungan aldur er hann á leið inn í sitt sjöunda tímabil með KA í efstu deild.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top