Fullkominn staður til að byggja mig upp sem handboltamann
Aalborg

Bjarki Jóhannsson (Aalborg

Miklar hræringar hafa verið á leikmannahóp FH í sumar. Talsvert af leikmönnum hafa lagt skóna á hilluna en einnig hafa nýir leikmenn bæst í hópinn. Einn af þeim er Bjarki Jóhannsson sem kemur til liðsins frá Álaborg í Danmörku. Það vakti athygli þegar Bjarki var í leikmannahóp stórliðs Álaborgar síðasta vetur.

Bjarki er fluttur til Íslands og byrjaður að æfa með Hafnarfjarðarliðinu. Handkastið vildi aðeins kynnast þessum nýja leikmanni FH og spurði hann hvers vegna ákvað hann að koma heim til Íslands?

,,Eftir að hafa búið í Danmörku síðustu 4 árin var eitthvað togaði í mig að koma heim. Það voru nokkur lið erlendis sem höfðu áhuga en ekkert nógu spennandi til að halda mér úti”

Bjarki er uppalinn fyrir norðan og spilaði með KA áður en hann flutti út. Heillaði ekkert að fara aftur norður og spila með uppeldisfélaginu?

,,Það heillaði vissulega að fara norður og spila fyrir uppeldisfélagið en það var eitthvað sem togaði mig að vera í bænum. Ég ræddi við nokkra þjálfara en á endanum var það FH sem heillaði mest. Aðstaðan, leikmannahópurinn og standardinn hjá FH virkaði sem fullkominn staður fyrir mig til að byggja mig upp handboltalega og líkamlega.”

Ekki hrifinn af single cam leikjunum

FH urðu deildarmeistarar á síðasta tímabili en féllu út fyrir Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum í úrslitakeppninni. Náðir þú að fylgjast eitthvað með íslensku deildinni meðan þú bjóst í Danmörku.

,,Já ég fylgdist öðru hvoru með yfir tímabilið en var ekkert alltof hrifinn af single cam leikjunum í Handboltapassanum. Það dró smá úr spennunni fyrir deildinni þegar maður var að missa af mörkum. Ég var duglegur að horfa á leiki með KA en þegar ég vissi að ég væri að ganga í raðir FH fór ég að setja fókusinn á leikina hjá þeim.”

Bjarki er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður af fyrir utan en segir að honum líði best á miðjunni og vinstri skyttu. ,,Ég myndi segja að í dag sé ég meiri sóknarmaður. Ég er alltaf til í að taka á því vörninni en það er hlutur sem mig langar til að bæta, sérstaklega líkamlega þáttinn.”

Eftir landsliðsverkefni með 21 árs landsliðinu í sumar er Bjarki fluttur til landsins og byrjaður að æfa með FH. ,,Ég hlakka mikið til tímabilsins og að kynnast þessum unga og efnilega hóp sem FH hefur betur.”

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top