Spilaði júgga en Logi og Einar Hólmgeirs vissu ekki hvað það var
(Raggi Óla)

Aron Pálmarsson ((Raggi Óla)

Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson voru gestir í hlaðvarpsþættinum, Steve dagskrá í þar síðustu viku. Þátturinn var tæpur þrír klukkutímar og farið var víða í þættinum. Allt frá því að Aron Pálmarsson valdi sitt draumalið á ferlinum og Bjarki Már Elísson útskýrði fyrir hlustendum afhverju Lemgo fór ekki í sektarsjóðsferð er hann lék með liðinu.

Þáttastjórandi Steve dagskrá, Andri Geir Gunnarsson minntist á, undir lokþáttar á "Eitt fyndnasta augnablik" sem hann man eftir í handboltaleik.

,,Það fyndnasta sem ég hef séð í handboltaleik frá upphafi er þegar Gummi Gumm. er með leikhlé og Logi (Geirsson) stendur fyrir utan og er í hláturskasti, í landsleik," sagði Andri Geir og Aron Pálmarsson vissi greinilega alveg hvað Andri Geir átti við. Aron Pálmarsson tók boltann á lofti og tók við:

,,Þú verður að átta þig á því að mínir þriðju og fjórðu landsleikir eru í Þýskalandi. Æfingaleikir gegn Þjóðverjum og þarna landsliðið nýbúið að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikunum og það eru einhverjir níu leikmenn úr þeim hópi sem voru ekki með," sagði Aron og hélt áfram.

,,Ég fæ pínu sviðið, byrja seinni leikinn og kem inná eftir korter í fyrri hálfleiknum. Logi Geirsson er hliðin á mér í vinstri skyttunni og Einar Hólmgeirs. í hægri skyttunni..."

"...Við erum að tala um að ég set upp kerfi í fyrstu sókn, júggi vinstri. Júggi og Kairo eru kerfi sem allir vita hvað eru," sagði Aron og þá greip Bjarki Már inní:

,,Ég gæti leyst það í vinstri skyttunni."

,,Já auðveldlega, sófa kartaflan myndi leysa það,” sagði Aron sem hélt áfram að útskýra augnablikið í æfingaleik gegn Þjóðverjum í sínum fyrstu landsleikjum á ferlinum.

,,Ég kalla júggi vinstri og ég fæ frá Loga: "Hvað á ég að gera?" Síðan lít ég til hægri og þar segir Einar Hólmgeirs: "Hvað á ég að gera?"

,,Ég er þarna 18 ára, með sítt að aftan og strípurnar og ég reyni að útskýra þetta fyrir þeim en síðan vissi ég það líka þegar ég var að spila með þeim að þegar ég gaf boltann á þá, þá gat ég nánast byrjað að hlaupa til baka," sagði Aron að lokum en umræðan fór svo í þá átt að Logi Geirsson væri sennilega með bestu skothendi sem sést hefur á handboltavellinum, að minnsta kosti hjá Íslendingi.

Þáttinn í heild sinni er hægt að hlusta á hér að neðan og á öllum helstu streymisveitum. Hlustun er sögunni ríkari.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top