Vistaskipti Elvars Arnar til Magdeburg þau bestu í sumar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elvar Örn Jónsson ((HENDRIK SCHMIDT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Elvar Örn Jónsson skipti yfir til Evrópumeistara Magdeburg í sumar eftir fjögur tímabil með Melsungen þar sem liðið tók miklum framförum og voru á síðustu leiktíð lengi vel í kapphlaupi um Þýskalandstitilinn en gáfu eftir á lokasprettinum.

Pascal Hens fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og núverandi sérfræðingur þýsku sjónvarpsstöðvarinnar Dyn segir að af öllum félagaskiptum sem áttu sér stað í þýsku úrvalsdeildinni í sumar hafi vistaskipti Elvars Arnar til Magdeburg frá Melsungen staðið upp úr. Hann sé smellpassi inn í leikmannahóp Magdeburg.

Ekki urðu miklar breytingar á liði Magdeburg í sumar en það verður fróðlegt að sjá í hvaða hlutverki Elvar Örn verði hjá Magdeburg á nýju tímabili.

SC Magdeburg
Komnir:
Elvar Örn Jonsson (MT Melsungen)
Sebastian Barthold (Aalborg Handbold/DEN)

Farnir:
Antonio Serradilla (TVB Stuttgart)
Michael Damgaard (HÖJ Elite/DEN)
Isak Persson (óvíst)

„Ég segi bara vá!“ er haft eftir fyrrum stórskyttunni, Pascal Hens á handball-world sem segir enn frekar að Elvar Örn sé frábær aðhliða leikmaður sem á eftir styrkja lið Evrópumeistarana gríðarlega.

„Elvar Örn er fullkominn alhliða leikmaður sem á eftir að styrkja jafnt varnar- sem sóknarleik Magdeburg. Þess vegna er það mín skoðun að þetta séu frábær félagaskipti,“ segir Hens.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 18
Scroll to Top