Elvar Örn Jónsson ((HENDRIK SCHMIDT / dpa Picture-Alliance via AFP)
Elvar Örn Jónsson skipti yfir til Evrópumeistara Magdeburg í sumar eftir fjögur tímabil með Melsungen þar sem liðið tók miklum framförum og voru á síðustu leiktíð lengi vel í kapphlaupi um Þýskalandstitilinn en gáfu eftir á lokasprettinum. Pascal Hens fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og núverandi sérfræðingur þýsku sjónvarpsstöðvarinnar Dyn segir að af öllum félagaskiptum sem áttu sér stað í þýsku úrvalsdeildinni í sumar hafi vistaskipti Elvars Arnar til Magdeburg frá Melsungen staðið upp úr. Hann sé smellpassi inn í leikmannahóp Magdeburg. Ekki urðu miklar breytingar á liði Magdeburg í sumar en það verður fróðlegt að sjá í hvaða hlutverki Elvar Örn verði hjá Magdeburg á nýju tímabili. SC Magdeburg Farnir:
Komnir:
Elvar Örn Jonsson (MT Melsungen)
Sebastian Barthold (Aalborg Handbold/DEN)
Antonio Serradilla (TVB Stuttgart)
Michael Damgaard (HÖJ Elite/DEN)
Isak Persson (óvíst)
„Ég segi bara vá!“ er haft eftir fyrrum stórskyttunni, Pascal Hens á handball-world sem segir enn frekar að Elvar Örn sé frábær aðhliða leikmaður sem á eftir styrkja lið Evrópumeistarana gríðarlega.
„Elvar Örn er fullkominn alhliða leikmaður sem á eftir að styrkja jafnt varnar- sem sóknarleik Magdeburg. Þess vegna er það mín skoðun að þetta séu frábær félagaskipti,“ segir Hens.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.