Ásgeir Snær Vignisson ((Víkingur)
Örvhenta skytta Víkings í Grill66-deildinni Ásgeir Snær Vignisson segir í samtali við Handkastið gera ráð fyrir að vera klár fyrir fyrsta leik Víkings þegar tímabilið hefst eftir sumarfrí. Ásgeir Snær varð fyrir því áfalli að meiðast illa á hné í deildarleik Víkings gegn Selfossi í upphafi árs og þurfti að fara í aðgerð. Um var að ræða mikla blóðtöku fyrir lið Víkings en Ásgeir Snær endaði sem lang markahæsti leikmaður Víkings á síðustu leiktíð með 82 mörk í einungis 13 leikjum. Ásgeir gekk til liðs við Víkings frá Selfossi síðasta sumar og var algjör lykilmaður hjá liðinu áður en hann meiddist. ,,Ég vonast til að geta byrjað að æfa með liðinu á boltaæfingum í ágúst. Við erum að fara rólega í endurhæfingunni og erum ekkert að stressa okkur," sagði Ásgeir Snær í samtali við Handkastið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.