FH staðfestir komu Birkis Ben
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Birkir Benediktsson ((FH handbolti)

Deildarmeistarar FH hafa tilkynnt komu Birkis Benediktssonar til félagsins en Handkastið greindi fyrst miðla frá því í gærkvöldi að Birkir væri búinn að semja við Fimleikafélagið.

Birkir Benediktsson gengur í raðir FH frá japanska félaginu Wakunaga en áður hafði Birkir leikið allan sinn feril með Aftureldingu. Gerir Birkir Benediktsson eins árs samning við FH.

,,Við FH-ingar erum virkilega ánægðir með að fá Birki í okkar raðir. Hann er frábær leikmaður á báðum endum vallarins og erum við fullvissir um að hann smellpassi inn í okkar umhverfi. Birkir kemur með gríðarlega reynslu inn í leikmannahópinn og hlökkum við til að sjá hann á fjölum Kaplakrika á komandi tímabili," sagði Ágúst Bjarni Garðarsson formaður handknattleiksdeildar FH við undirskriftina.

Birkir verður fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir FH, áður hafði félagið fengið til sín Bjarka Jóhannsson frá Álaborg, línumanninn, Med Khalil Chaouachi sem kemur frá Túnis og Jón Þórarin Þorsteinsson frá Selfossi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top