U17 kvenna ((HSÍ)
Stelpurnar í U17 ára landsliði Íslands mætti því hollenska í öðrum leik C-riðils á EM í Svartfjallalandi í dag. Eftir sannfærandi 18 marka sigur á Færeyjum í fyrsta leik var ljóst fyrir leikinn að með sigri á Hollandi í dag væri Ísland og Sviss búið að tryggja sér sæti í milliriðli keppninnar. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 3-1 strax í upphafi leiks það lifði þó ekki lengi og mikið jafnræði var með á liðunum allan fyrri hálfleikinn þar sem íslenska liðið var með frumkvæðið allt þar til í stöðunni 7-7 þá komst Holland í 9-7. Þá kom góður kafli hjá íslenska liðinu sem sneri taflinu sér í vil og komst yfir 13-11. Mikið var skorað í fyrri hálfleiknum og þegar hálfleiksflautan gall í Svartfjallalandi var staðan 16-16. Hollenska liðið byrjaði töluvert betur í seinni hálfleik og í stöðunni 18-18 kom 8-1 kafli hjá Hollendingum og komst liðið í 26-19. Íslenska liðið náði aldrei að komast almennilega inn í leikinn aftur og að lokum uppskar Holland fjögurra marka sigur 29-25. Laufey Helga var allt í öllu í sóknarleik Íslands en hún endaði markahæst með 11 mörk. Eru úrslitin mikil áfall fyrir íslenska liðið sem vann Holland í bronsleik Ólympíuhátíð æskunnar síðasta laugardag með fimm mörkum. Íslenska liðið þarf því nú að treysta á færeysku stelpurnar í lokaumferðinni gegn Hollandi og Ísland þarf einnig á stigi að halda gegn Sviss í lokaumferðinni. Mörk Íslands: Laufey Helga Óskarsdóttir 11 mörk, Eva Steinsen Jónsdóttir 4 mörk, Roksana Jaros 3 mörk, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 3 mörk, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3 mörk, Hekla Sóley Halldórsdóttir 1 mark. Markvarsla: Danijela Sara Björnsdóttir 17 varin skot, 36% markvarsla.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.