Ásgeir Örn á þátt í báðum gullverðlaunum Íslands í yngri landsliðum
(Eyþór Árnason)

U17 karla ((Eyþór Árnason)

Eins og áður hefur verið greint frá þá vann 17 ára landslið drengja í handbolta til gullverðlauna á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar síðustu helgi. Þetta er í annað sinn sem yngra landslið Íslands vinnur gullverðlaun á stórmóti og í fyrsta sinn á Ólympíuhátíðinni. ,,Nú tekur alvöru vinnan við," sagði einn af þremur þjálfurum liðsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson í viðtali við Ríkissjónvarpið.

Ásgeir Örn varð sjálfur Evrópumeistari með U-18 ára landsliði Íslands árið 2003 sem þjálfað var af Heimi Ríkarðssyni. Ásgeir Örn á því þátt í báðum gullverðlaunum sem Ísland hefur unnið í yngri landsliðum.

Öll alvöru vinnan er eftir

Íslenska liðið vann alla leiki sína sannfærandi á Ólympíuhátíðinni og lagði Þýskaland svo í úrslitaleik, 28-25. Tekið var á móti strákunum í Minigarðinum í vikunni þar sem þeim var vel fagnað af aðstandendum og öðrum.

„Við vissum að við værum með flott lið og þetta eru góðir strákar, en að þetta myndi ganga svona vel held ég að hafi farið fram úr væntingum hjá okkur. Strákarnir eru bara búnir með fyrstu 10 mínúturnar, ef við horfum á ferilinn sem leik. Öll alvöru vinnan er eftir,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í viðtali á RÚV sem stýrir liðinu ásamt Andra Sigfússyni og Snorra Steini Guðjónssyni, A-landsliðsþjálfara.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top