Jens Bragi glímir við ökklameiðsli. ((Egill Bjarni Friðjónsson)
U19 ára karla landslið Íslands heldur til Egyptalands á mánudaginn þar sem liðið leikur á HM sem fram fer í Kaíró þar í landi. Handkastið heyrði í Heimi Ríkarðssyni þjálfara liðsins og spurði hann út í stöðu leikmanna nú rétt fyrir mót. ,,Staðan á leikmannahópnum er þokkaleg. Það eru 2-3 leikmenn tæpir. Við ákváðum að gefa frí um Verslunarmannahelgina áður en við förum út á mánudagsmorgun. Samkvæmt sjúkraþjálfurum okkar þá eiga þessir leikmenn að vera klárir fyrir fyrsta leik," sagði Heimir í samtali við Handkastið. Báðir markverðir hópsins þeir Jens Sigurðarson og Sigurjón Bragi Atlason hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli og þá hefur línumaðurinn, Jens Bragi Bergþórsson verið að glíma við ökklameiðsli. Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM á miðvikudagsmorgun þegar liðið mætir Gíneu klukkan 9:45 á íslenskum tíma. Leiktímar Íslands á HM: Miðvikudagur, 6.ágúst: Fimmtudagur, 7.ágúst:
9:45 Ísland - Gínea
9:45 Ísland - Sádí-Arabía
Laugardagur, 9.ágúst:
12:00 Ísland - Brasilía
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.