Dagur Árni Heimisson text (Valur handbolti
Dagur Árni Heimisson gekk til liðs við Valsmanna í byrjun sumars eftir að hafa spilað með uppeldisfélagi sínu KA allan sinn feril. Dagur Árni sýnir á sér bakhliðina í dag. Fullt nafn: Dagur Árni Heimisson Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Antoine Óskar Pantano er óóóþolandi Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Haukur Þrastars Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honumog af hverju: Á eftir að kynnast Valsliðinu en ég held að Bjarni í Selvindi muni koma mér á óvart. Það er meistari hef ég heyrt. Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrðispurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Hallgrím Mar hvernig það er hægt að vera svona nettur Eldri bakhliðar: Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir
Gælunafn: Dagsi, Day-Z
Aldur: 18
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2022 móti Val
Uppáhalds drykkur: Blár kristall
Uppáhalds matsölustaður: Rub 23
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Top Boy
Uppáhalds tónlistarmaður: Luigi og Birnir
Uppáhalds hlaðvarp: Þungavigtin
Uppáhalds samfélagsmiðill: Insta
Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: VÖK
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Setja handboltann aftur á Sýn.
Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: Slökkt á screen time
Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða
Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Sami fundarsalur?
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Pálma
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Patti Jó og ég á Stebba Árna ótrúlega mikið að þakka.
Helsta afrek á ferlinum: Ætli það sé ekki EM í fyrra, það var rosalega gott. Að vinna Partille Cup var svo líka ansi sætt.
Mestu vonbrigðin: Að komast ekki í stóru leikina með KA.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi taka Hauk Guðmundsson úr Aftureldingu því þá væri aldrei leiðinlegt á æfingu eða í klefanum. Demantur.
Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Reynir Þór og Steinunn Harpa Heimisdóttir
Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Gidsel er að ná þessu.
Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Væri skotklukka ekki stemming?
Þín skoðun á 7 á 6: Frekar leiðinlegt - drepur niður allt tempó.
Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Horfa á Pabba í Akureyri.
Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Er að rúlla milli Puma og Adidas Fastcourt
Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ég tæki Loga Gautason upp á móralinn og til þess að veiða mat. Ég tæki svo Allan Nordberg því hann er alltaf í góðu skapi og ég þyrfti færeysku orkuna. Ég tæki svo Einar Rafn upp á agann og eldamennskuna.
Hvaða lag kemur þér í gírinn: Leika með mig - Luigi
Rútína á leikdegi: Fara í gym í hádeginu og liðka mig. Hlusta á tónlist, borða góðan lunch og fer í sturtu fyrir leik.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Agnar Smári, það væri gott tv
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með alvöru gæði í fótbolta og körfu
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.