Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Undirbúningur Evrópumeistarana í Magdeburg er í fullum gangi um þessar mundir og sigraði liðið, þýska úrvalsdeildarliðið TSV Hannover-Burgdorf með níu mörkum í æfingaleik í gær, 30-21. Stærstu tíðindin í þeim leik eru þau að landsliðsmaðurinn og mikilvægasti leikmaður Final4 helgarinnar á síðustu leiktíð, Gísli Þorgeir Kristjánsson lék í leiknum eftir að hafa verið frá keppni og skoraði fjögur mörk. Liðsfélagi Gísla, Ómar Ingi Magnússon er enn fjarverandi vegna meiðsla. Endurkoma Kristjánssonar eftir meiðslahléið var kærkominn fyrir Magdeburg sem hafa verið fáliðaðir í fyrstu æfingaleikjum sumarsins. Þriðji landsliðsmaðurinn í röðum Magdeburg, Elvar Örn Jónsson var atkvæðamikill í leiknum og skoraði sex mörk og var næst markahæstur á eftir Philipp Weber. Markskorarar:
Gísli Þorgeir hafði ekki komið við sögu í æfingaleikjum Magdeburg á undirbúningstímabilinu og var á meiðslalista Magdeburg ásamt þeim Felix Claar, Albin Lagergren og Ómari Inga Magnússyni.
TSV Hannover-Burgdorf: Steinhauser 4, Stutzke 5, Aho 3, Weber 2, Pedersen 2, Solstad 2, Poulsen 1, Fischer 1, Feise 1
SC Magdeburg: Weber 8, Elvar Örn Jónsson 6, Barthold 5 (2), Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Mertens 2, Pettersson 2, O’Sullivan 1, Saugstrup 1, Zechel 1
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.