Ómar Ingi glímir við meiðsli – Gísli Þorgeir sneri til baka
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Undirbúningur Evrópumeistarana í Magdeburg er í fullum gangi um þessar mundir og sigraði liðið, þýska úrvalsdeildarliðið TSV Hannover-Burgdorf með níu mörkum í æfingaleik í gær, 30-21.

Stærstu tíðindin í þeim leik eru þau að landsliðsmaðurinn og mikilvægasti leikmaður Final4 helgarinnar á síðustu leiktíð, Gísli Þorgeir Kristjánsson lék í leiknum eftir að hafa verið frá keppni og skoraði fjögur mörk. Liðsfélagi Gísla, Ómar Ingi Magnússon er enn fjarverandi vegna meiðsla.

Gísli Þorgeir hafði ekki komið við sögu í æfingaleikjum Magdeburg á undirbúningstímabilinu og var á meiðslalista Magdeburg ásamt þeim Felix Claar, Albin Lagergren og Ómari Inga Magnússyni.

Endurkoma Kristjánssonar eftir meiðslahléið var kærkominn fyrir Magdeburg sem hafa verið fáliðaðir í fyrstu æfingaleikjum sumarsins.

Þriðji landsliðsmaðurinn í röðum Magdeburg, Elvar Örn Jónsson var atkvæðamikill í leiknum og skoraði sex mörk og var næst markahæstur á eftir Philipp Weber.

Markskorarar:
TSV Hannover-Burgdorf: Steinhauser 4, Stutzke 5, Aho 3, Weber 2, Pedersen 2, Solstad 2, Poulsen 1, Fischer 1, Feise 1
SC Magdeburg: Weber 8, Elvar Örn Jónsson 6, Barthold 5 (2), Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Mertens 2, Pettersson 2, O’Sullivan 1, Saugstrup 1, Zechel 1

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top