Haukar verða á sínum stað ((Kristinn Steinn Traustason)
Hafnarfjarðarmótið verður á sínum stað í undirbúningi liðanna fyrir Olísdeildina þetta árið. Þátttakendur í ár verða FH, Haukar og Þór. Mótið mun að þessu sinni fara fram í Kaplakrika og eru leiktímarnir eftirfarandi: FH – Haukar 20.ágúst 18:30 FH – Þór 23. Ágúst 13:00 Haukar – Þór 24. Ágúst 13:00 Frítt verður inn á leikina og samkvæmt heimildinum Handkastsins er verið að kanna hvort hægt verið að sýna alla leikina í Handboltapassanum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.