HM U19 karla hefst á miðvikudag – Hópur Íslands á mótinu
(Kristinn Steinn Traustason)

Marel Baldvinsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri hélt til Kaíró í Egyptalandi í morgun þar sem liðið leikur á Heimsmeistaramótinu.

Ísland er í D-riðli keppninnar og mæta þar Gíneu, Sádí-Arabíu og Brasilíu í riðlakeppninni en leikirnir fara fram á miðvikudag, fimmtudag og laugardag. Tvö efstu liðin fara í 16-liða úrslit keppninnar.

Fari Ísland áfram í milliriðil mætir liðið tveimur af liðunum í C-riðli. Í C-riðli eru Alsír, Króatía, Serbía og Spánn.

HM-hópur 19 ára landsliðs karla

Markverðir:
Jens Sigurðarson - Valur
Sigurjón Bragi Atlason - Afturelding

Aðrir leikmenn:
Andri Erlingsson - ÍBV
Elís Þór Aðalsteinsson - ÍBV
Ágúst Guðmundsson - HK
Bessi Teitsson - Grótta
Daníel Montoro - Valur
Dagur Leó Fannarsson - Valur
Dagur Árni Heimisson - Valur
Hrafn Þorbjarnarson - Valur
Stefán Magni Hjartarson - Afturelding
Haukur Guðmundsson - Afturelding
Garðar Ingi Sindrason - FH
Jens Bragi Bergþórsson - KA
Ingvar Dagur Gunnarsson - FH
Marel Baldvinsson - Fram

Leiktímar Íslands á HM:

Miðvikudagur, 6.ágúst:
9:45 Ísland - Gínea

Fimmtudagur, 7.ágúst:
9:45 Ísland - Sádí-Arabía

Laugardagur, 9.ágúst:
12:00 Ísland - Brasilía

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top