HK 4.flokkur karla ((HK Handbolti)
4.flokkur karla hjá HK kom sá og sigraði Generation Handball mótið sem fram fer árlega í Viborg í Danmörku. Fór mótið fram í síðustu viku og lauk á föstudaginn síðastliðinn. HK handbolti á samfélagsmiðlum greinir frá þessu en þar segir að HK hafi sent þrjú lið á mótið og kom heim með eitt gull og tvö silfur. ,,Sterkt mót þar sem umgjörð, dómgæsla og allt var með besta móti. Stórt hrós til mótshaldara," segir í tilkynningunni frá HK. 2010 árgangurinn vann alla leiki sína á mótinu og stóð sanngjarnt uppi sem sigurvegari mótsins. HK sendi tvö lið til keppni í 2009 árgangnum. HK 1 unnu alla leiki sína á mótinu fram að úrslitaleik þar sem þeir töpuðu gegn sterku liði Karabatic Camp sem þeir unnu fyrr í mótinu. HK 2 töpuðu einnig úrslitaleiknum í B-úrslitum. Þjálfari liðsins er Davíð Elí Heimisson.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.