Næstum því tímabær spá fyrir Olís-deild karla
Sævar Jónsson)

Rea Barnabas (Sævar Jónsson)

Olís-deild karla hefst eftir 23 daga þegar Stjarnan tekur á móti Val í opnunarleik Olís-deildarinnar. Að því tilefni fékk Handkastið, handboltaspekinginn og góð vin Handkastsins, Einar Inga Hrafnsson til að útbúa næstum því tímabæra spá fyrir deildina.

Áður hafði Einar Ingi gert ótímabæra spá fyrir deildina.

,,Liðin eru farin að þreifa fyrir sér í æfingaleikjum síðustu vikuna. Þrjár vikur eru síðan flest lið hófu æfingar eftir sumarfrí. Ætla má að liðin séu misþung eftir hlaup og erfiðar æfingar undanfarið. Eins og alltaf er erfitt að lesa í lokatölur æfingaleikja þar sem þjálfarar eru duglegir að rótera liðinu og prufa nýja hluti," sagði Einar Ingi.

,,Einnig eru unglingalandsliðsmenn sem oftar en ekki eru farnir að spila stóra rullu í Olís-deildar liðum erlendis að keppa. En þetta er farið af stað og gaman að fylgjast með nýju mönnum í nýjum liðum, þar sem keppnin snýst fyrst og fremst um að stilla strengi og móta spilamennsku sem sæmir markmiðum og metnaði."

Næstum því tímabær spá Einars Inga fyrir Olís-deild karla tímabilið 2025/2026 lítur svona út:

  1. Valur
  2. ÍBV
  3. Haukar
  4. Stjarnan
  5. FH
  6. Fram
  7. Afturelding
  8. ÍR
  9. HK
  10. KA
  11. Þór
  12. Selfoss

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top