Búið að draga í riðla á HM félagsliða
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Níu lið taka þátt í árlegu heimsmeistaramóti félagsliða sem alþjóða handknattleikssambandið, IHF heldur. Mótið fer fram dagana 26. september til 2. október en mótið fer fram í Kairó í Egyptalandi. Um er að ræða 18. heimsmeistaramót félagsliða.

Barcelona hlaut svokallað "Wild card" inn á mótið í ár. Bætist Barcelona í hóp átta annarra liða á mótinu frá öllum heimshornum sem hafa náð keppnisrétti á mótið en auk Barcelona eru Magdeburg og Veszprem frá Evrópu en Veszprém eru ríkjandi meistarar frá því í fyrra.

Þýska stórliðið SC Magdeburg, vann mótið árin 2021, 2022 og 2023.

Fimm Íslendingar taka þátt í mótinu. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson með Magdeburg, Bjarki Már Elísson með Veszprém og Viktor Gísli Hallgrímsson með Barcelona.

IHF hefur tilkynnt riðlaskipan í mótinu í ár en er liðunum níu skipt í þrjá riðla.

A-riðill:
Sharjah SC (Sameinuðu arabísku furstadæmin)
SC Magdeburg (Þýskaland)
California Eagles (Bandaríkin)

B-riðill:
Al-Ahly (Egyptaland)
Veszprém HC (Ungverjaland)
Sydney Uni (Ástralía)

C-riðill:
Zamalek SC (Egyptaland)
FC Barcelona (Sánn)
Handebol Taubaté (Brasilía)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 12
Scroll to Top