Búið að draga í riðla á HM félagsliða
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Níu lið taka þátt í árlegu heimsmeistaramóti félagsliða sem alþjóða handknattleikssambandið, IHF heldur. Mótið fer fram dagana 26. september til 2. október en mótið fer fram í Kairó í Egyptalandi. Um er að ræða 18. heimsmeistaramót félagsliða.

Barcelona hlaut svokallað "Wild card" inn á mótið í ár. Bætist Barcelona í hóp átta annarra liða á mótinu frá öllum heimshornum sem hafa náð keppnisrétti á mótið en auk Barcelona eru Magdeburg og Veszprem frá Evrópu en Veszprém eru ríkjandi meistarar frá því í fyrra.

Þýska stórliðið SC Magdeburg, vann mótið árin 2021, 2022 og 2023.

Fimm Íslendingar taka þátt í mótinu. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson með Magdeburg, Bjarki Már Elísson með Veszprém og Viktor Gísli Hallgrímsson með Barcelona.

IHF hefur tilkynnt riðlaskipan í mótinu í ár en er liðunum níu skipt í þrjá riðla.

A-riðill:
Sharjah SC (Sameinuðu arabísku furstadæmin)
SC Magdeburg (Þýskaland)
California Eagles (Bandaríkin)

B-riðill:
Al-Ahly (Egyptaland)
Veszprém HC (Ungverjaland)
Sydney Uni (Ástralía)

C-riðill:
Zamalek SC (Egyptaland)
FC Barcelona (Sánn)
Handebol Taubaté (Brasilía)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top