Magdeburg (Ronny HARTMANN / AFP)
Evrópska handknattleikssambandið, EHF íhugar það nú alvarlega að fjölga keppnisliðum í Meistaradeild Evrópu úr 16 í 20 eða 24 félög fyrir tímabilið 2026/2027. Þetta herma heimildir Handkastsins. Mótafyrirkomulagið í Meistaradeild Evrópu er þannig að leikið er í tveimur átta liða riðlum þar sem hvert félag leikur alls fjórtán leiki. Sex lið fara áfram úr riðlakeppninni í útsláttarkeppni sem endar síðan með algjörri handboltaveislu í Köln um miðjan júní mánuð þar sem fjögur sterkustu lið keppninnar mætast í undanúrslitum og loks úrslitum. Nú veltir EHF hinsvegar fyrir sér að breyta fyrirkomulaginu en samkvæmt heimildum Handkastsins eru sjónvarpsrétthafar keppninnar ekki ánægðir með þróun keppninnar og áhugann á riðlakeppninni en þar eru margir leikir leiknir og margir hverjir með litla þýðingu þar sem mörg af bestu félögum keppninnar komast auðveldlega í gegnum riðlakeppnina og í útsláttarkeppnina. Þrjár sviðsmyndir hafa verið settar upp í umræðunni um það hvernig EHF sér fyrir sér að breyta keppnisfyrirkomulaginu. Tillaga 1: Tillaga 2: Tillaga 3: Það verður athyglisvert að sjá hvað EHF ákveður að gera en óánægja hefur verið með núverandi mótafyrirkomulag og eins hafa félög sem ekki hafa fengið svokallað "Wild-card" verið óánægð með gagnsæið hjá EHF en yfirleitt eru sömu félögin valin aftur og aftur og lítil endurnýjun í keppninni ár frá ári.
- Halda áfram með 16 félög en leikið verði í fjórum fjögurra liða riðlum.
- Fjölga í 20 félög með tveimur tíu liða riðlum eða fimm riðlum með fjórum liðum.
- Fjölga í 24 félög með sex fjögurra liða riðlum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.