Valur og HK unnu sína æfingaleiki
Valur handbolti)

 (Valur handbolti)

KG Sendibílamótinu lauk í gær með þremur leikjum sem fjallað var um hér á Handkastinu í gærkvöldi. Auk þeirra leikja fóru einnig fram tveir æfingaleikir í höfuðborginni.

Í Safamýrinni mættust Grill66-deildar kvennaliðinVíkingur og HK í leik sem HK vann með átta mörkum 30-22 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 14-13.

Á Hlíðarenda mættust Olís-deildar karlaliðin Valur og Afturelding en Valsmenn slóu Aftureldingu út í oddaleik undanúrslita Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Valsmenn hafa farið vel af stað á undirbúningstímabilinu undir stjórn Ágústar Jóhannssonar en Einar Ingi Hrafnsson hefur spáð Val sigri í Olís-deildinni á komandi tímabili í báðum ótímabæru spám sínum fyrir mótið.

Það var engin breyting á góðu gengi Valsliðsins í gær en liðið vann tveggja marka sigur 36-34 eftir að hafa verið 20-18 yfir í hálfleik.

Markaskorun Vals: Gunnar Róbertsson 6, Þorgils Jón Svölu Baldursson 6, Bjarni í Selvindi 5, Viktor Sigurðsson 5, Andri Finnsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Allan Norðberg 2, Björgvin Páll Gústavsson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Róbert Aron Hostert 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10.

Markaskorun Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8, Harri Halldórsson 7, Ágúst Ingi Óskarsson 5, Oscar Lykke 4, Igor Kopyshynskyi 4, Sveinur Ólafsson 2, Ævar Smári Gunnarsson 2, Þorvaldur Tryggvason 1, Hallur Arason 1,.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 13.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top