wVíkingurVíkingur (Sævar Jónsson
Tveir leikir fóru fram á Ragnarsmótinu í handbolta í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins mættust HK og Víkingur í karlaflokki. Leiknum lauk með sigri HK 30-24 eftir að HK leiddu 14-11 í hálfleik. Sigur HK manna var öruggur en þeir voru með undirtökin allan leikinn og náðu mest 7 marka forystu. Liðin hafa nú lokið keppni á Ragnarsmótinu, HK fengu 5 stig en Víkingar fengu 2 stig. Markaskorun HK: Ágúst Guðmundsson 7 mörk, Styrmir Hugi Sigurðarson 7, Örn Alexandersson 5, Haukur Ingi Hauksson 5, Leó Snær Pétursson 1, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Sigurður Jefferson Guarino 1, Bjarki Freyr Sindrason 1, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 10 varin, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 2 varin. Markaskorun Víkings: Stefán Scheving Th. Guðmundsson 4 mörk, Sigurður Páll Matthíasson 4, Halldór Ingi Óskarsson 4, Rytis Kazakevicius 3, Benedikt Emil Aðalsteinsson 3, Kristján Helgi Tómasson 2, Ísak Óli Eggertsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1. Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 6 varin, Daði Bergmann Gunnarsson 2 varin Í seinni leik kvöldsins mættust kvennalið Víkings og Aftureldingar. Leiknum lauk með sigri Aftureldingar 23-22 eftir að þær leiddu í hálfleik 13-11. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og skiptust liðin á að hafa forskot í leiknum. Sigurmark Aftureldingar skoraði Ísabella Sól Huginsdóttir þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Markaskorun Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 11 mörk, Ísabella Sól Huginsdóttir 3, Ísabella Sól Huginsdóttir 3, Susan Ines Gamboa 3, Drífa Garðarsdóttir 2, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1. Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 9 varin, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3 varin. Mörk Víkings: Valgerður Elín Snorradóttir 10 mörk, Auður Brynja Sölvadóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 3, Mattý Rós Birgisdóttir 1, Elín Ása Einarsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1. Varin skot: Þyri Erla L Sigurðardóttir 4 varin, Sara Sæmundsdóttir 1 varið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.