Ómar Ingi var á eldi í kvöld – Haukur Þrastar frábær
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Haukur Þrastarson fór fyrir liði Rhein-Neckar Lowen þegar liðið vann óvæntan tveggja marka sigur á Melsungen á útivelli í 1.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Á sama tíma var Ómar Ingi stórkostlegur í fjögurra marka útisigri Magdeburg á Lemgo.

Haukur var markahæsti leikmaður Rhein-Neckar Lowen með átta mörk en þetta var hans fyrsti alvöru keppnisleikur fyrir Rhein-Neckar Lowen en Haukur gekk til liðs við félagið frá Dinamo Bucuresti í Rúmeníu í sumar. Rhein-Neckar Lowen unnu leikinn 29-27 eftir að Melsungen hafi verið einu marki yfir í hálfleik 14-13.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk úr fjórum tilraunum fyrir Melsungen í kvöld en Reynir Þór Stefánsson kom ekkert við sögu hjá Melsungen.

Florian Drosten var markahæstur heimamanna í Melsungen með sex mörk og Dainis Kristopanis skoraði fimm. Hjá Rhein-Neckar Lowen var Jannik Kholbacher næst markahæstur.

Í seinni leik kvöldsins unnu Evrópumeistarar Magdeburg, Lemgo á útivelli 33-29 þar sem Ómar Ingi Magnússon fór á kostum og skoraði 14 mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson var næst markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk en hann gaf þrjár stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson skoraði ekki í leiknum en gaf eina stoðsendingu.

Hjá Lemgo var Lukas Hutecek markahæstur með sex mörk ásamt Niels Versteijnen.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top