Ómar Ingi var á eldi í kvöld – Haukur Þrastar frábær
(Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Haukur Þrastarson fór fyrir liði Rhein-Neckar Lowen þegar liðið vann óvæntan tveggja marka sigur á Melsungen á útivelli í 1.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Á sama tíma var Ómar Ingi stórkostlegur í fjögurra marka útisigri Magdeburg á Lemgo.

Haukur var markahæsti leikmaður Rhein-Neckar Lowen með átta mörk en þetta var hans fyrsti alvöru keppnisleikur fyrir Rhein-Neckar Lowen en Haukur gekk til liðs við félagið frá Dinamo Bucuresti í Rúmeníu í sumar. Rhein-Neckar Lowen unnu leikinn 29-27 eftir að Melsungen hafi verið einu marki yfir í hálfleik 14-13.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk úr fjórum tilraunum fyrir Melsungen í kvöld en Reynir Þór Stefánsson kom ekkert við sögu hjá Melsungen.

Florian Drosten var markahæstur heimamanna í Melsungen með sex mörk og Dainis Kristopanis skoraði fimm. Hjá Rhein-Neckar Lowen var Jannik Kholbacher næst markahæstur.

Í seinni leik kvöldsins unnu Evrópumeistarar Magdeburg, Lemgo á útivelli 33-29 þar sem Ómar Ingi Magnússon fór á kostum og skoraði 14 mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson var næst markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk en hann gaf þrjár stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson skoraði ekki í leiknum en gaf eina stoðsendingu.

Hjá Lemgo var Lukas Hutecek markahæstur með sex mörk ásamt Niels Versteijnen.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top