Ómar Ingi og Elvar stórkostlegir í sigri á Fuchse Berlín
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg í sannfærandi sigri liðsins á útivelli gegn Fuchse Berlín í 3.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag 39-32.

Ómar Ingi skoraði níu mörk og Elvar Örn Jónsson kom næstur með sex mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk í leiknum en Albin Lagergren skoraði einnig fimm mörk.

Þetta var fyrsti leikur Fuchse Berlín undir stjórn Nikolej Krickau sem tók við liðinu í vikunni af Jaron Siewert sem var rekinn skyndilega þrátt fyrir að hafa gert liðið að þýskum meisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins á síðustu leiktíð.

Lassen Andersson var markahæstur heimamanna með níu mörk ásamt Mathias Gidsel.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top