Ómar Ingi og Elvar stórkostlegir í sigri á Fuchse Berlín
(Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg í sannfærandi sigri liðsins á útivelli gegn Fuchse Berlín í 3.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag 39-32.

Ómar Ingi skoraði níu mörk og Elvar Örn Jónsson kom næstur með sex mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk í leiknum en Albin Lagergren skoraði einnig fimm mörk.

Þetta var fyrsti leikur Fuchse Berlín undir stjórn Nikolej Krickau sem tók við liðinu í vikunni af Jaron Siewert sem var rekinn skyndilega þrátt fyrir að hafa gert liðið að þýskum meisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins á síðustu leiktíð.

Lassen Andersson var markahæstur heimamanna með níu mörk ásamt Mathias Gidsel.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top