Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
Bandarísku meistararnir í California Eagles voru engin fyrirstaða fyrir Evrópumeistara Magdeburg í dag á heimsmeistaramóti félagsliða sem fer fram í Egyptalandi. Magdeburg unnu leikinn 50-20 eftir að hafa leitt 28-10 í hálfleik svo það er óhætt að segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu hjá Íslendingaliðinu. Íslensku leikmennirnir áttu rólegan dag í markaskorun en þeir Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu þrjú mörk hvor en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Magdeburg leikur gegn Sharjah Sports Club á morgun.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.