Viktor Gísli Hallgrímsson (Javier Borrego / Spain DPPI / AFP)
Barcelona með Viktor Gísla Hallgrímsson innanborðs urðu í dag Heimsmeistarar félagsliða þegar þeir unnu Veszprém í úrslitaleik, 31-30. Bjarki Már Elísson var í liði Veszprém en hann spilaði ekki mikið í dag og varð að sætta sig við silfrið. Magdeburg tryggði sér fyrr um daginn bronsið þegar þeir sigruðu Al Ahly frá Egyptalandi nokkuð þægilega, 32-23. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk úr tíu skotum, Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.