Ómar Ingi Magnússon (Andreas Gora / AFP)
Fjórir leikir fóru fram í 7.umferð þýsku úrvalsdeildinni í dag en fimm Íslendingalið voru í eldlínunni. Jafnar og spennandi viðureignir áttu sér stað þar sem litlu munaði á liðunum þegar leikjunum var lokið. Endaði leikur Kiel og Rhein Neckar Lowen meðal annars jafntefli 31-31. Melsungen vann sinn leik þegar liðið vann Stuttgart 31-29 á útivelli en Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark í leiknum en Melsungen voru 14-16 yfir í hálfleik. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark þegar Hamburg tapaði með minnsta mun gegn Magdeburg 29-30 á heimavelli. Ómar Ingi Magnússon skoraði 15 mörk og Gísli Þorgeir fimm. Elvar Örn Jónsson var ekki meðal markaskorara hjá Magdeburg í dag. Elliði Snær Viðarsson átti góðan leik í liði Gummersbach sem tapaði gegn Eisenach 32-29. Elliði Snær var með 100% skotnýtingu úr sínum fimm skotum í leiknum. 7.umferðin lýkur á morgun þegar Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer taka á móti Wetzlar. Úrslit dagsins: Hamburg - Magdeburg 29-30
Eisenach - Gummersbach 32-29
Kiel - Rhein Neckar Lowen 31-31
Stuttgart - Melsungen 29-21
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.