Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
Ómar Ingi Magnússon átti stórkostlegan leik í níu marka sigri Magdeburg gegn GOG í 4.umferð Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Ómar Ingi skoraði hvorki fleiri né færri en 11 mörk í leiknum úr tólf skotum en Felix Claar kom næstur með sex mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og Elvar Örn Jónsson þrjú. Magdeburg er á toppi B-riðils með fullt hús stiga. 33. mark Magdeburgar var einkar glæsilegt en það mætti segja að Ómar Ingi hafi dansað sig framhjá varnarmanni GOG áður en hann skoraði. Mark Ómars má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.