Enn einn skellurinn hjá Blæ og félögum
(Leipzig)

Blær Hinriksson ((Leipzig)

9.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk í dag þegar að fjórir leikir áttu sér stað, og af þeim fjórum voru tveir íslendingaslagar.

Fyrsti leikur dagsins fór fram í Stuttgart þegar að Stuttgart tók á móti Füchse Berlin. Leikurinn var jafn mest allan fyrri hálfleikinn en Füchse leiddu með tveggja marka mun í hálfleik. Í seinni hálfleik komu Füchse sterkir inn og unnu þægilegan sex marka sigur 30-36. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Mathias Gidsel úr Füchse Berlin með 13 mörk og 5 stoðsendingar.

Seinni leikur dagsins fór fram í Leipzig þegar að Blær Hinriks bauð íslendingaliði Magdeburg í heimsókn. Magdeburg var sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu í hálfleik með sex mörkum. Leipzig sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og unnu Magdeburg þrettán marka sigur. í liði Magdeburg skoraði Gísli Þorgeir 7 mörk og gaf 1 stoðsendingu, Ómar Ingi skoraði einnig 7 mörk en gaf 7 stoðsendingar, Elvar Örn skoraði 3 mörk og gaf eina stoðsendingu og í liði Leipzig skoraði Blær Hinriksson 2 mörk og gaf 1 stoðsendingu.

Þriðji leikur dagsins var annar íslendingaslagur og fór hann fram í Hamburg þegar að Einar Þorsteinn bauð lærlingum Guðjóns Vals í heimsókn. Gummersbach var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með þremur mörkum. Í seinni hálfleik jöfnuðu Hamburg leikinn snemma og var restin járn í járn. Hamburg unnu leikinn með einu marki 31-30. Í liði Hamburg komst Einar Þorsteinn ekki á blað en gaf eina stoðsendingu. Í liði Gummersbach skoraði Teitur Örn 2 mörk og Elliði Snær sömuleiðis 2 mörk.

Fjórði og síðasti leikur dagsins fór fram í Minden þegar að Minden bauð liði Hannover í heimsókn. Minden leiddi allan fyrri hálfeikinn og var staðan 15-13 Minden í vil. Í seinni hálfleik komu Minden sterkir til leiks og voru á tímapunkti komnir sjö mörkum yfir. Hannover náðu að laga stöðuna aðeins en Minden unnu þriggja marka sigur 33-30. Atkvæðamesti maður vallarins var Ian Weber í liði Minden með 7 mörk og 3 stoðsendingar.

Úrslit dagsins:

Stuttgart-Füchse Berlin 30-36

Leipzig-Magdeburg 23-36

Hamburg-Gummersbach 31-30

Minden-Hannover 33-30

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top