Þriðji leikur Magdeburg á 100 klukkutímum
Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Magdeburg Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Álagið á handboltamönnum á stærsta sviðinu er stundum ámannlúðlegt og það á vægast sagt við um leikmannahóp Magdeburg í dag þar sem liðið undirbýr sig fyrir þriðja leikinn á rúmlega 100 klukkutímum.

Eftir að liðið vann Pick Szeged í 5.umferð Meistaradeildarinnar í Ungverjalandi á miðvikudaginn í síðustu viku tók við undirbúningur fyrir leik liðsins gegn neðsta liði þýsku úrvaldeildarinnar Leipzig á sunnudaginn klukkan 14:00 á íslenskum tíma.

Magdeburg var ekki í vandræðum í þeim leik og vann þrettán marka sigur 36-23. Tveimur sólarhringum síðast tók við leikur gegn þýska B-deildarliðinu Dessauer en um var að ræða frestaðan leik vegna þátttöku Magdeburg í heimsmeistaramóti félagsliða.

Tveimur sólarhringum eftir bikarleikinn er síðan komið að leik í Meistaradeildinni á heimavelli gegn Eurofarm Pelister klukkan 18:45 en sá leikur er sýndur í beinni hjá Livey.

Magdeburg er á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir fimm umferðir á meðan Eurofarm Pelister eru með tvö stig.

Það eru sennilega fá lið í Evrópu sem myndu ræða við þetta leikjaálag en leikmenn Magdeburgar eru ekkert komnir í hvíld eftir leikinn í kvöld því liðið mætir Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top