Helena Rut Örvarsdóttir (Sævar Jónasson)
Haukar unnu Stjörnuna í 6.umferð Olís-deildar kvenna 34-27 á Ásvöllum í dag. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liði Hauka með ellefu mörk en Rakel Oddný Guðmundsdóttir skoraði sex mörk og Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði fimm. Staðan í hálfleik 18-13 Haukum í vil en það voru gestirnir úr Garðabænum sem byrjuðu leikinn töluvert betur og komust í 2-6. Stefán Arnarson þjálfari Hauka tók þá leikhlé og Haukastelpurnar sneru taflinu við og komust yfir í 8-7 og voru skyndilega komnar þremur mörkum yfir í stöðunni 12-9. Haukar komust snemma í seinni hálfleik sex mörkum yfir í stöðunni 21-15 en Stjörnustelpur náðu minnst að minnka muninn í þrjú mörk. Nær komust þær ekki og lokatölur 34-27 fyrir Haukum. Natasja Hammer var markahæst að vanda í liði Stjörnunnar með átta mörk og Aníta Björk Valgeirsdóttir skoraði sex mörk þar af fimm úr vítum. Vigdís Arna Hjartardóttir og Guðmunda Auður Guðjónsdóttir komu næstar með þrjú mörk. Margrét Einarsdóttir kom sterk inn í mark Stjörnunnar og varði tíu skot og endaði með 33% markvörslu. Hjá Haukum varði Sara Sif Helgadóttir 14 skot. Stjarnan er með tapinu áfram á botni deildarinnar án stiga en Haukar fara upp í 4.sætið tímabundið með sjö stig. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.