Haukur með fjórtán mörk í sigri Löwen
Haukur Þrastarson

Haukur Þrastarson (Haukur Þrastarson

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag, og voru samanlagt sjö íslendingar í eldlínunni.

Fyrsti leikur dagsins fór fram í Sap Arena þegar að Haukur Þrastar og félagar í Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Stuttgart. Fyrri hálfleikur var jafn en líka kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna. Í seinni hálfleik var leikurinn jafn en þegar um tíu mínútur voru eftir stungu Löwen af og unnu fjögurra marka sigur 38-34. Haukur Þrastarsson skoraði 14 mörk og lagði upp 6 mörk.

Hannover tók á móti íslendingaliði Magdeburg í seinni leik dagsins sem fór fram í Hannover borg. Leikurinn var jafn allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystuna. Magdeburg náði góðu áhlaupi undir lok leiksins og sigraði 22-24. Ómar Ingi skoraði 2 mörk, Gísli Þorgeir skoraði sömuleiðis 2 mörk en gaf 7 stoðsendingar, Elvar Örn komst ekki á blað.

Í þriðja leik dagsins tók Füchse Berlin á móti Einari Þorsteini og félögum í Hamburg. Leikurinn var járn í járn frá fyrstu mínútu þar sem liðin skiptust á að taka forystuna. Úrslitin réðust undir lok leiksins þegar að Hamburg komst tveimur mörkum yfir þegar 30 sekúndur voru eftir. Tim Freihöfer minnkaði munin í eitt mark en tíminn var of naumur. Hamburg sigruðu með eins marks mun 38-39. Einar Þorsteinn komst ekki á blað en gaf 2 stoðsendingar. Lasse Andersson 12 mörk og gaf 1 stoðsendingu.

Síðasti leikur dagsins fór fram í Flensburg þegar að Flensburg tók á móti Erlangan. Flensburg byrjuðu leikinn betur og byggðu góða forystu snemma. Flensburg héldu forystunni allan leikinn og unnu þeir góðan sex marka sigur 36-30. Viggó Kristjánsson skoraði 10 mörk og lagði upp 7 mörk, Andri Rúnars skoraði 4 mörk og lagði upp 1 mark.

Úrslit dagsins:

Rhein-Neckar Löwen-Stuttgart 38-34

Hannover-Magdeburg 22-24

Füchse Berlin-Hamburg 38-39

Flensburg-Erlangan

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top