Fyrsta stig Stjörnunnar kom í svekkjandi jafntefli
Sævar Jónasson)

Sara Katrín Gunnarsdóttir (Sævar Jónasson)

Stjarnan tók á móti KA/Þór í lokaleik dagsins í Garðabænum.

Patrekur Jóhannesson hætti með liðið fyrr í vikunni og stýrði Hanna Guðrún Stefánsdóttir liðinu í þessum leik.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en markverðir liðanna voru í aðalhlutverkum. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði 10 skot í fyrri hálfleik og Bernadett Leiner var með 7 varin. Stjarnan leiddi 10-8 í hálfleik.

Heimakonur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru komnar í 7 marka forystu, 20-13, þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Þá breyttu KA/Þór og fóru í 7 á 6 sóknarlega og náðu að saxa á forskotið jafnt og þétt.

KA/Þór jafnaði leikinn 22-22 þegar 1 mínúta var til leiksloka en hvorugu liðinu tókst að skora fleiri mörk og jafntefli því niðurstaðan.

Stjörnukonur náðu þar með í sitt fyrsta stig í vetur en eru eflaust svekktar að hafa ekki náð í bæði stigin í dag.

Natasja Hammer var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Tinna Valgerður Gísladóttir skoraði 9 fyrir KA/Þór.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top