Annar íslenskur sigur á Grænlendingum
Eyjólfur Garðarsson)

Bernard Kristján (Eyjólfur Garðarsson)

U20 ára landslið Íslands vann tíu marka sigur á landsliði Grænlands í seinni æfingaleik þjóðanna á þremur dögum í Safamýrinni í dag, 35-25.

Íslenska liðið var einungis tveimur mörkum yfir í hálfleik 12-10.

Íslenska liðið var hinsvegar miklu betri aðilinn í seinni hálfleik og náði snemma i seinni hálfleik góðu forskoti. Ísland náði mest tólf marka forskoti í leiknum en vann að lokum tíu marka sigur 35-25.

Bernard Kristján Darkoh var markahæstur með sex mörk ásamt Daníel Montoro. Baldur Fritz Bjarnason skoraði fimm mörk og Harri Halldórsson fjögur.

Jens Sigurðarson varði 15 skot í markinu og Hannes Pétur Hauksson tvö.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top