Það er ekki góð ára yfir ÍR liðinu
Egill Bjarni Friðjónsson)

Baldur Fritz Bjarnason (Egill Bjarni Friðjónsson)

ÍR og ÍBV gerðu jafntefli í Skógarselinu í gær, 36-36 í fyrsta leik 9.umferðar. ÍR er enn í leit af sínum fyrsta sigri en liðið situr á botni Olís-deildarinnar með tvö stig.

Marga leikmenn vantaði í lið ÍBV í leiknum í gær. Má þar helst nefna Jakob Inga Stefánsson, Daníel Þór Ingason, Petar Jokanovic, Elís Þór Aðalsteinsson og Kristófer Ísak Bárðarson.

Í nýjasta þætti Handkastsins var rætt um frammistöðu ÍR í leiknum en gestir þáttarins voru sammála um að þeir hafi búist við sigri ÍR í leiknum vegna forfalla lykilmanna ÍBV í leiknum. Guðjón Guðmundsson hefur hinsvegar miklar áhyggjur af ÍR-liðinu.

,,Það vantaði fimm leikmenn hjá ÍBV. Það segir mér það að ÍR sé ekki á góðum stað. Leikur ÍR-inga olli mér vonbrigðum. Þjálfarinn sagði eftir leik að hugsanlega væru menn þreyttir eftir landsliðsverkefni, en það voru jú fleiri félög með leikmenn í landsliðsverkefnum en ÍR.”

,,Það er ekki góð ára yfir liðinu. Varnarleikurinn er ekki góður og þarna verður þjálfarinn að líta í eigin barm og taka sig taki. Auðvitað er þetta efnilegir strákar, Baldur Fritz var með helming marka ÍR í fyrri hálfleik. Hann tekur mikið pláss og er með ótakmarkað skotleyfi. Ég er sammála því að tæknifeilarnir eru alltof margir ef þeir ætla að landa sigrum.

Guðjón bætir því við að fyrst liðið gat ekki unnið ÍBV án fimm leikmanna þá sé erfitt að halda því fram að ÍR haldi sér uppi í deildinni.

,,Það er alveg útilokað mál að segja það. Þeir eru bara ekki að delivera þessir leikmenn sem eru að spila hjá þeim. Það verður að segja hverja sögu fyrir sig eins og hún er, ÍR er ekki á góðum stað,” sagði Guðjón Guðmundsson í nýjasta þætti Handkastsins.

Hægt er að hlusta á frekari umræðu um stöðu ÍR liðsins í nýjasta þætti Handkastsins. Umræðan hefst eftir rúmlega fimm mínútna þátt.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top