Fyllir Portner skarð Tobias Thulin?
Ronny HARTMANN / AFP)

Nikola Portner (Ronny HARTMANN / AFP)

Svissneski markvörðurinn, Nikola Portner leikmaður Magdeburgar í dag er orðaður við ungverska stórliðið, Pick Szeged. Það er Upskill handball sem greinir frá.

Nikola Portner er að taka út keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í fyrra. Hann má leika á nýjan leik með Magdeburg í desember þegar keppnisbanninu lýkur.

Gangi Nikola Portner í raðir Pick Szeged næsta sumar er talið næstum víst að hann sé þar að fylla skarð Svíans, Tobias Thulin markvaraðar Pick Szeged sem hefur verið orðaður við Gummersbach.

Það er ótrúlegur markvarðarkapall í gangi í Evrópu en króatíski markvörðurinn, Dominik Kuzmanovic er sagður vera búinn að skrifa undir samning við Evrópumeistarana í Magdeburg og gangi í raðir félagsins næsta sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top