Einar Rafn er mættur aftur til leiks
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Rafn Eiðsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Einar Rafn Eiðsson spilandi aðstoðarþjálfari KA lék sínar fyrstu mínútur á tímabilinu gegn FH á miðvikudagskvöldið er hann kom inná í stutta stund í stóru tapi liðsins, 45-32. Einari tókst þó ekki að skora úr eina færi sínu í leiknum.

Einar Rafn fór í aðgerð á mjöðm í sumar og gert var ráð fyrir því að hann yrði frá keppni í þrjá til sex mánuði. Í sumar var Einar Rafn samningslaus og orðaður frá KA. Að lokum framlengdi hann samningi sínum við KA og gerðist spilandi aðstoðarþjálfari.

Einar Rafn hefur verið í leikmannahópi KA í undanförnum leikjum án þess þó að koma inná. Það varð hinsvegar breyting á í leiknum gegn FH er Einar Rafn sneri loks aftur á völlinn.

KA hefur verið spútnik lið Olís-deildarinnar hingað til en liðið er í 4.sæti deildarinnar með 12 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka. Félagið fékk til sín tvo erlenda örvhenta leikmenn í sumar sem hafa staðið sig einkar vel, þá Morten Boe Linder frá Noregi og Georgíu-manninn, Giorgi Dikhaminjia.

KA fær Þór í heimsókn í næstu umferð í alvöru nágrannaslag af bestu gerð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top