Gísli allt í öllu í toppslag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Tveir stórleikir fóru fram í dag í 12.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að Berlin og Kiel mættust og Flensburg tók á móti Magdeburg.

Füchse Berlin tók á móti sjóðheitu Kiel liði í Berlínarborg fyrr í dag. Füchse Berlin byrjaði leikinn af sjálfstrausti og náði strax góðum takti. Boltinn gekk hratt milli manna og Skipagøtu, Gidsel og Freihöfer voru fljótir að koma sér í gang fyrir sín lið. Kiel átti góð augnablik í fyrri hálfleik, en var samt að mestu leyti að elta. Berlin voru örlítið sterkara liðið í fyrri hálfleik og fór inn til búningsklefa með tveggja marka forskot. Seinni hálfleikurinn hófst svo með mjög sterkum kafla hjá Berlin. Þeir keyrðu upp hraðann og skoraði Gidsel hvert markið á fætur öðru, sem hjálpaði þeim að byggja upp ágætis forskot. Undir lokin kom Kiel aftur inn í leikinn með þéttri vörn og minnkuðu þeir muninn. Það setti ákveðna pressu á Berlin en þeir náðu samt að halda ró sinni og svara þegar mest þurfti sem skipti sköpum í loka­kaflanum. Berlin sigraði 32-29. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Elias á Skipagøtu með 12 mörk og 4 stoðsendingar.

Seinni leikur dagsins var sannkallaður stórleikur umferðarinnar þar sem efstu tvö lið deildarinnar mættust Flensburg-Magdeburg.

Flensburg byrjaði leikinn af miklum krafti og náði strax yfirhöndinni. Boltinn fór hratt milli manna og komust Simon Pytlick og Johannes Golla komu sér fljótt í gang á báðum helmingum vallarins. Flensburg voru yfirvegaðir og skipulagðir og þó að Magdeburg svaraði vel inn á milli voru þeir samt oftar að elta heldur en að stjórna. Flensburg hélt varnarleiknum þéttum og fékk nokkrar mikilvægar markvörslur frá Kevin Möller og Buric sem hjálpaði þeim þar sem þeir héldu til búningsherbergja með tveggja marka forystu. Í seinni hálfleik tók Magdeburg hins vegar yfir leikinn. Þar sem Gísli Þorgeir var allt í öllu í sóknarleik Magdeburg. Smám saman tókst þeim að vinna sig inn í leikinn og snúa honum sér í vil með sterkum kafla þegar Flensburg missti taktinn. Á lokamínútunum reyndi Flensburg að svara og halda sér inni í leiknum en Magdeburg sýndu reynslu sína á lokakaflanum og unnu 31-35. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf 2 stoðsendingar og Elvar Örn 1 mark. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Gísli Þorgeir Kristjánsson með 8 mörk og 7 stoðsendingar.

Eftir leiki dagins eru Magdeburg komnir á topp deildarinnar með eins stigs forystu á Flensburg með leik til góða. Kiel og Füchse Berlin fylgja fast á hæla þeirra í 3 og 4 sæti deildarinnar.

Úrslit dagsins:

Füchse Berlin-Kiel 32-29

Flensburg-Magdeburg 31-35

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top